Gleðilegt nýtt ár.

Mikið líður þetta nú allt saman hratt, nýtt ár komið og meira að segja komið langt fram í janúar. Núna er hesthúsið nánast fullt. Iðja, Bratti, Glóð og Straumur eru á járnum og förum við eins oft á bak og auðið er, Straumur er að komast í fínt form, bara besturLaughing. Svo eru fjögur tamningstryppi á fjórða vetur sem Haukur er á fullu að vinna með og gengur það mjög vel. Það er hefð hjá okkur að taka folöldin inn á jóladag og var það eins þetta árið. Við eigum tvö folöld undan Hvin frá Vorsabæ, eitt undan Hróa frá Skeiðháholti, eitt undan Skjanna frá Nýjabæ og einn undan Segli frá Hátúni. Þessi folöld lofa öll góðu en þó er Sómi, sá litförótti undan Segli langflottastur, fer um á tandurhreinu tölti með vinkil lyftu, ekki amalegt það.

Þar sem Straumurinn okkar er alltaf í miklu uppáhaldi, þá læt ég fylgja með mynd af honum og Guðrúnu Huldu frá því í haust.

má ég sjá Straum    Hæ Straumur

Þess má til gamans geta að Guðrún þekkir bara einn hest og það er "draumur".

1 Comment
  1. Hæ hó.

    Já tíminn líður ótrúlega hratt enda nóg að gera hjá öllum. Auðvitað þekkir hún Guðrún bara einn hest, konginn á svæðinu. Annars eru nú allir hestarnir okkar draumur og alveg örugglega ekki í dós 🙂

    Hafið það gott þar til næst,
    kveðjur úr bænum.

Comments are closed.