Öll folöldin fædd þetta árið

Þetta vorið fæddust þrjú folöld í Kílhrauni.

Gróska var fyrst til og eignaðist Mídasarson þann 16. maí. Sá er rauður, eins og efni stóðu til, og fær nafnið Fursti. Næst kastaði Gifta, rauð hryssa í eigu Kollu í Réttarholti. Hún eignaðist brúnstjörnóttan Hranason þann 7. júní. Þessir hestar eru fyrstu folöld mæðra sinna. Þeir eru fínlegir og léttbyggðir báðir og vænlegir gæðingar. Loks kastaði Harpa rauðskjóttum, tvístjörnóttum Kaldasyni þann 12. júní. Hann er stór og stæðilegur og fær nafnið Jarl.

Eins og gengur fara hryssurnar að heiman til þess að heilsa upp á næstu feður folalda sinna. En þegar líður á sumarið verða þær allar í heimatúninu hjá okkur með folöldin. Þá verður nú hægt að bera þá saman og spá og spekulera.

Það er nokkuð ljóst að tittahólf verður sett upp á næsta ári í Kílhrauni.

Gifta og brúnstjörnóttur hestur

Gifta og brúnstjörnóttur hestur

Jarl, Hörpu og Kaldasonur

Jarl frá Kílhrauni á fyrsta degi

Gróska og Fursti á fyrsta degi

Gróska og Fursti