Síðasti reiðtúr sumarsins

Framtíðar gæðingarÞá er lokið sumarvertíðinni þetta árið. Lilja, Bjarni, Haukur, Hrafnhildur, Ragnhildur og Björg fóru í notalegan lokareiðtúr sumarsins inn í Árhraun. Veðrið lék við reiðmenn og reiðkonur, lítil gola og sólarglenna. Mikill munur frá úrhellisrigningunni í gær. Hestarnir rólegir í haustskapi og enginn æsingur á ferðinni.

Dregið verður undan reiðhestunum og þeim smalað í vetrarhólfið. Þeir verða sjálfsagt fegnir fríinu, eða frekar að þeim finnist gott að geta bætt á sig fituforða fyrir veturinn.

Hlé verður á hestastússi í Kílhrauni næstu vikurnar, fyrir utan venjubundið eftirlit með hólfunum hjá stóðhestunum Straumi og Helmingi.

Þegar líða tekur á haustið verða tamningstrippin tekin inn og þau vanin við beysli og hnakk. Eftir að þau hafa sæst við þau tæki verður þeim sleppt og fá að jafna sig þar til á nýju ári. Folöld sumarsins fá síðan húsaskjól þegar líða tekur nær jólum.

1 Comment

Comments are closed.