Undirbúningur að repjurækt

Tvíhöfði?Blær í góðum félagsskap

Góður dagur í gerðinu

Þegar margir hestar eu veikir er ekki mikið hægt að hestastússast. Sumir hestar eru að koma til og verður gaman að sjá hvaða lasarusar komast af sjúkralistanum á morgun. Birta litla hefur það gott og er ekkert veik enda tekur hún svaka spretti kringum mömmu sína með reglulegu millibili. Við vitum ekki enn hvaða litur verður endanlega á henni en höllumst að leirljósu eins og mamman.

Þar sem hestastúss er í lágmarki þarf að setja orkuna í eitthvað annað og á þessu heimili er nú kippur í undirbúningi að repjuræktun. Já bóndinn ætlar að vera með tilraunaverkefni hér næsta eitt og hálfa árið og rækta repju til að búa til bíódísel. Þann dísel ætlar hann svo að nota á sveitatrukkinn og traktorinn á næsta ári. Þar sem hann ætlar að nota tún sem ekki hefur verið slegið lengi þurfti að dýpka skurði og kom maður með gröfu á föstudaginn og byrjaði að moka. Í gær vildi svo illa til að kaldavatns lögnin var eitthvað fyrir og fór í sundur. Lungann úr deginum fór því í að stoppa lekann og laga lögnina en undirbúningurinn heldur áfram í vikunni 🙂