Lokamót Uppsveitadeildarinnar – Sigur í fljúgandi skeiði

Lokamót uppsveitadeildarinnar var í gær (23.apríl) og heppnaðist vel. Mikið af fólki mætti í höllina og var þétt setið og mikil stemming myndaðist og þá sérstaklega í fljúgandi skeiði í gegnum höllina 🙂

Byrjað var á forkeppni í tölti og gekk okkur Þokka ágætlega þar og urðum 3 eftir forkeppni og beint í A-úrslitin. Eftir forkeppni í tölti var fljúgandi skeið í gegnum höllina og var stórbóndinn í Þjóðólfshaga hann Siggi Sig svo elskulegur að lána mér hana Spá frá Skíðbakka í það verkefni og hryssan klikkaði ekki, skeiðuðum ágætlega í forkeppninni og urðum 5. en svo var allt gefið í botn í úrslitasprettinum og skeiðuðum við í gegn á 3,21 sekúndu og besti tíminn!! 😀 Þetta er alveg mögnuð hryssa. Ég hef aldrei keppt í fljúgandi skeiði og hef litla reynslu af skeiði en váá hvað þetta var gaman, nú skil ég alveg þessa skeiðdellu 😉 Þetta verður sko endurtekið.

Eftir skeiðið var komið af úrslitum í tölti og gengu þau hálf bröslulega fyrir sig hjá okkur Þokka enda ég ennþá í andrenalínsjokki eftir skeiðið (hehe;)) og þessi litla höll hentar bara ekki hestinum og vorum við því langt frá okkar besta og enduðum í 4.sæti en

Ánægð að leikslokum

það skilaði okkur samt sem áður 7 stigum 😉

Eftir kvöldið var ég búin að næla mér í 17 stig sem skilaði mér 2.sætinu í einstaklingskeppninni með 31 stig 😀 En efst var hún Aðalheiður Einarsdóttir með 35 stig 🙂

Liðið mitt Vaki varð í 2-3 sæti í liðakeppninni 🙂 Frábært lið!!

Uppsveitadeildin er sko komin til að vera og búið að vera frábær stemming á mótunum og mikill metnaður 🙂 Hlakka svo sannarlega til að mæta aftur á næsta ári og gera enn betur 😉

Nú erum við Þokki bara að undirbúa okkur undir stóru mótin enda hann Siggi búinn að kenna okkur mikið í síðustu viku og hlakka ég til að mæta með Þokka á útivöll þar sem hann nýtur sín best 😉 Reykjavíkurmótið er 5.maí og svo er stutt í LM úrtöku 🙂

Myndir koma fljótlega!

Bestu kveðjur, Hólmfríður 🙂

4 Comments
  1. Hæ Hólmfríður mín! Rosalega var þetta skemmtilegt mót hjá Uppsveitardeildinni brjáluð stemming.Til hamingju með þína frammistöðu svaka gaman allt að gerast.Hlakka til á næsta ári þegar þetta byrjar aftur og svo er sumarið að byrja.Rosa stuð!!!!!!!!!

  2. Kvöldið var hin mesta skemmtun og þið alveg frábær 🙂 Uppsveitadeildin verður klárlega aftur á næsta ári því slíka skemmtun á að endurtaka!!

Comments are closed.