Það fer ekkert á milli mála

Allt stóðið var tekið heim og skoðað um leið og það fékk ormalyf. Um leið voru tekin lífsýni úr hryssum og folöldum svo héðan í frá fer það ekkert á milli mála hver er hvað.

Eins og vanalega gekk þetta allt saman í rólegheitunum og hrossin undu glöð við sitt þegar þau voru komin niður á tún, á sinn stað í bili.