Á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum, þann 4. júní 2012 náði Askja frá Kílhrauni 1. verðlaunum í kynbótadómi.
Guðmann Unnsteinsson frá Langholtskoti sýndi hryssuna og kætti okkur Kílhraunsfólkið all verulega með góðri sýningu. Aðaleinkunn er 8,05. Það eru allir að vonum mjög kátir með árangurinn, enda fyrsta hrossið frá okkur sem fer í 1. verðlaun. Það veður spennandi að fylgjast með hryssunni á næstunni.
Skoðaðu færsluna til þess að sjá myndbandið af Öskju í kynbótadóminum.