Við ákváðum að senda Öskju í kynbótadóm, þar sem við teljum að hún eigi nokkuð inni frá dómi í fyrra. Veðrið var nú ekkert að leika við okkur, 15 m/s og rigndi auðvitað á meðan á dómi stóð.
En þrátt fyrir leiðinda veður hélt Askja sínu og hækkaði sig meira að segja örlítið. Hún heldur sínu fyrir byggingu, 8,05 en hækkaði í 8,08 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn er því 8,07. Það verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til í yfirlitinu.