Askja í kynbótadóm

Askja okkar, fimm vetra hryssa undan Straumi frá Sauðárkróki og Hörpu frá Kílhrauni, var sýnd á héraðssýningu á Gaddstaðaflötum í vikunni. Sigurður Sigurðarson sýndi hryssuna og gekk þeim alveg ljómandi vel að okkar mati. Hryssan hlaut 8,05 fyrir sköpulag og 7,70 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn hennar er 7,84. Við erum virkilega ánægð með árangurinn því við vitum að það býr heilmikið í hryssunni sem kemur örugglega fram síðar.

Askja er fyrsta hrossið frá okkur sem fer í dóm og við erum bara mjög sátt við árangurinn. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir í framtíðinni.

Hryssan fær núna hvíld fram yfir Landsmót en svo taka við einhver ný ævintýri.

Smelltu hér til þess að sjá myndband af sýningunni. Það er stórt. Gefðu því smá tíma til að halast niður.

Askja og Siggi Sig

Askja á stökki. Knapi Siggi Sig.

Askja og Siggi Sig. á fullri ferð

Askja á kynbótasýningu 2011. Knapi Siggi Sig.

4 Comments
  1. Já hún lofar virkilega góðu. Ágætlega byggð og kemur væntanlega til með að vaxa í hæfileikum.

  2. Til hamingju með flottu hryssuna ykkar, hún er ekkert smá flott og á örugglega helling inni 🙂

Comments are closed.