Askja keppir á Landsmóti 2014

Askja á Landsmóti 2014

Askja frá Kílhrauni vann sér inn keppnisrétt í A flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna 2014. Knapinn knái, Guðmann Unnsteinsson, stýrði hryssunni af alkunnri snilld í gegnum úrtökuna svo eftir var tekið.

Að loknum fyrri degi úrtökunnar var Askja efst Smárahesta inn á Landsmót, en ekki var langt í næsta Smárahest á eftir. Það var því spennandi dagur sem rann upp þann 9. júní.

Þar sem Askja og Manni höfðu verið fyrst í brautina daginn áður, voru þau síðust seinni daginn enda keppnisröðinni snúið við. Það var því ljóst að ef keppinautarnir myndu hækka sig yrðu þau Askja og Manni að gera betur. Þegar Nótt frá Jaðri hafði lokið seinni ferð sinni var ljóst að leggja þyrfti á Öskju, enda hækkaði Nótt sig verulega frá deginum áður. Það sama gerði Gítar frá Húsatóftum.

Manni og Askja komu svo að nýju í brautina og sýndu glæsilega sýningu sem skilaði 8,44 í einkunn. Það skilaði þeim í annað sæti Smárahesta á Landsmót ásamt Nótt frá Jaðri sem varð efst með og Gítari frá Húsatóftum sem varð þriðji.

Þau Askja og Manni munu mæta í brautina á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum, þriðjudaginn 1. júlí. Við hökkum öll til að sjá þau keppa á meðal þeirra bestu á landinu.