Spá

Spá frá Skíðbakka er fædd 1999 og er undan Hilmi frá Sauðárkróki og Spólu frá Skíðbakka 1.

Spá er með góð fyrstu verðlaun, 8,17 í aðaleinkunn. Bygging 7,81 og hæfileikar 8,40 þar sem hún er með mjög jafnan og góðan dóm (8 og 8,5 fyrir alla þætti). Spá er fyrrverandi íslandsmeistari í 150 m skeiði og býr yfir svakalega góðu skeiði ásamt því að vera með gott tölt og skrefmikið fet. Hólmfríður fór sína fyrstu alvöru skeiðspretti á Spá og var hún góður kennari í því.

Hún hefur jafnar og góðar gangtegundir, góð gangskil og ofsalega geðgóð og skemmtileg í skapi. Mikill viljagammur og ótrúlega skemmtileg hryssa.

Spá eigum við til helminga með honum Sigga Sig i Þjóðólfshaga. Hún er fylfull eftir Kjarna frá Þjóðólfshaga og er það okkar folald.