Folöldin í Kílhrauni
Folöldin í Kílhrauni eru öll fædd þetta árið. Þau eru auðvitað flottust, eins og alltaf. Sjö folöld fæddust sem verða að sjálfsögðu miklir gæðingar eftir fjögur til fimm ár. Assa, Klettur, Freyr, Toppur, Fífa, Örn og Stemma eru nú með mæðrum sínum í heimsóknum í ýmsum stóðhestagirðingum, en koma svo heim þegar líður á ágúst.