Góða kvöldið 🙂
Er ekki best að byrja á skemmtilegum fréttum? 🙂 En Kílhraun (Næsta skref slf) keypti helming í 1 verðlauna hryssunni Grósku frá Dalbæ sem hann Siggi Sig í Þjóðólfshaga á. Gróska er með glæsilegan dóm eða 9 fyrir tölt, fegurð í reið og vilja og geð og 8,5 fyrir brokk, stökk og fet eða 8,29 fyrir hæfileika og 8,03 fyrir byggingu og aðaleinkunn 8,19, klárhryssa 🙂 Gróska hefur einnig staðið sig vel á keppnisbrautinni og farið í tæplega 7,0 í tölti og rúmlega 8,60 í B-flokk. Glæsileg klárhryssa og að henni standa frábærar ættir en hún er undan heiðursverðlauna hestinum Huga frá Hafsteinsstöðum og Storku frá Dalbæ sem hlaut 8,58 fyrir hæfileika og því bindum við miklar vonir við að Gróska verði afbragðs kynbótahryssa og skili okkur flottum afkvæmum en það mun koma í ljós á næsta ári þar sem hún Gróska er með fyli við Mídas frá Kaldbak þeim glæsilega klárhesti sem hlaut m.a 9,5 fyrir tölt í vor 🙂 Við erum sko strax orðin spennt fyrir að sjá útkomuna á næsta ári en það ætti að geta orðið glæsilegt hross 😉 En við fáum annaðhvert lifandi folald undan hennir Grósku á móti Sigga.
Harpan okkar fór svo til hins unga Kalda frá Meðalfelli sem er Álfssonur og verður gaman að sjá hvort Harpa komi ekki með jarpskjótta hryssu handa okkur 😉
Lýsu verður ekki haldið meir en Birta var hennar síðasta folald og gaman að fá leirljósa hryssu 🙂
Svo á ég einn folatoll undir glæsihestinn Sólbjart frá Flekkudal en hann er 4v undan gæðingamóðurinni Pyttlu frá Flekkudal og Huginn frá Haga. Það er sko hestur sem á eftir að láta á sér kveða í framtíðinni en ég fékk að prófa hann og VÁ! þvílíkur gæðingur svona ungur hestur 🙂 Þá er bara spurning hvaða hryssa fer undir hann á næsta ári 😉
Spennandi tímar í Kílhrauni þrátt fyrir hóstapest en það verður liðin tíð á næsta ári 🙂
Því miður fóru eiginlega fleiri hross á sjúkralistann heldur en var tekið af honum sem var ekki skemmtilegt en Dimma, Pegasus og Katla eru öll byrjuð að hósta og verður því eitthvað lítið úr sumrinu hjá þeim 🙁 Því miður því þau voru öll að koma svo vel til. Punktur greyið þurfti að fara á 6 daga pensillín kúr og er að skána, hóstar samt enn mikið 🙁 Hin hrossin eru að koma til og verður vonandi hægt að byrja að hreyfa í næstu/þarnæstu viku, vonum það besta 🙂
Eitt gott kemur út úr þessari pest að núna er nægur tími til að taka hesthúsið í gegn og eins og komið hefur fram hér þá er aldeilis búið að taka til hendinni að mála og þrífa og allt fer að komast í samt lag 🙂 Nú þurfa bara hrossin að hressast og þá verður lífið eðilegt á ný 🙂
Svo smíðaði hún Ásdís mín fyrir mig svona brokksperrur, sem voru nefndar Þokkabót hér hehe 😉 Agalega skemmtilegt og góð tilbreyting fyrir hrossin 🙂
Leyfi hér nokkrum myndum að njóta sín 🙂
Þokki sáttur í „nýrri“ hreinni og fínni svítu 🙂
Þokki í Þokkabót 😉
Sólbjartur frá Flekkudal. Mynd tekin af siggisig.is
Glæsihesturinn Mídas frá Kaldbak
Með sumarkveðju,
Hólmfríður 🙂
Hæ hæ en gaman að skoða síðuna svakalega flottir Sólbjartur og Mídas það hljóta að koma flott hross undan þeim sé þau í anda eftir fimm ár. Kv.AMMA