Fyljunartölur frá Straumi og Helmingi

Jæja þá er búið að sónarskoða allar hryssurnar sem voru hjá Straumi frá Sauðárkróki og Helmingi frá Hlemmiskeiði. Þessir ljúflingar voru í hólfum hér í Kílhrauni í allt sumar í einu löngu gangmáli. Það komu hryssur til þeirra í allt sumar og tóku þeir undantekningalaust vel á móti þeim.

Það er skemmst frá því að segja að Straumur hafði um 20 hryssur hjá sér og voru þær allar jákvæðar þannig að hann skilaði 100% fyljunarhlutfalli, ekki amalegt það. Ekki stóð sá stutti sig verr, hinn tveggjavetra gamli Helmingur en af 13 hryssum sem hann hafði til umráða fyljuðust 11, en þessar tvær sem ekki fengu eru orðnar frekar gamlar, önnur aldrei fest fyl (16vetra) og hin (19vetra) ekki átt folald í nokkuð mörg ár. Við erum auðvitað að sprynga úr monti, yfir þessum "strákum" okkar.

Helmingur sumarið 2007    Helmingur sumarið 2007

Helmingur er kominn út í haga með tveimur veturgömlum tittum (annar undan Straumi). Þar verður hann fram eftir hausti.

Straumur og Hinrik á Smáramóti 2007 Þeir félagar unnu fimmganginn með glæsibrag.  Bara langflottastir :)

Straumur fékk að fara með heimahryssurnar sínar aftur í hólfið, enda nógur hagi þar enn. Við ætlum að lofa honum að vera þar eitthvað fram á haustið og njóta þess að fitna aðeins fyrir veturinn. Ekki veitir af, því stefnan er tekin á háskólanám (hjá Huldu og Hinna) hjá honum í vetur.

 

3 Comments
  1. Hæ hó.
    Já sammála er ég síðasta ræðumanni!! Mjög góður grunnur í mjög góðum höndum skilar af sér afbragðs afköstum 🙂
    Sjáumst bráðum,
    Lilja Ö.

  2. Það er ekki ónýtt að skila nánast öllum hryssum fylfullum úr hólfunum eftir sumarið. Ég held að fyrir utan náttúruna í hestunum sjálfum þá spilin nú nokkuð vel inn í umsjón og umhyggja Báru og Hauks fyrir velferð stóðsins. Þegar vel er búið að stóðhestunum og vel fylgst með hegðuninni í girðingunni þá fer árangurinn eftir því.
    Haldið áfram á sömu braut, Bára og Haukur.

Comments are closed.