Gleðilega hátíð :)

DynjandiGleðilega hátíð! 😀 Vonandi hafa allir haft það gott yfir hátíðarnar, við Kílhraunsfólkið höfum allaveganna haft það mjöög gott, legið í leti og borðað og ég hef aðeins skellt mér á hestbak þess á milli 😉

Dynjandi, Þokki og Loki komu inn fyrir mánuði síðan og eru þeir að komast í ágætt trimm og byrja veturinn mjög vel 🙂 Bara snillingar! Það verður sko gaman að þjálfa í vetur og við Þokki höfum sett okkur nokkur markmið, svo er bara að sjá hvernig til tekst. Lofar allaveganna góðu 🙂

Dynjandi er alltaf sami snillingurinn og Loki er að venjast borgarmenningunni 🙂

En hápunktur desember mánaðar (svona fyrir utan jól) var þegar við fórum og kíktum á gullið okkar hana Öskju hjá Sigga Sig í Þjóðólfshaga, þar var hún búin að vera í rúman mánuði og litla bjútíið stóð sko sannarlega undir væntingum. Hún var orðin vel reiðfær fór um á flottu, svifmiklu brokki og greip í tölt, verður sennilega alhliða. Flottur fótaburður og höfuðburður. Auðvitað á hún eftir að styrkjast meira (enda bara 3v) en mikið sýndi hún flotta takta skvísan 🙂 Ég fékk að setjast og bak og var það algjört æði enda hefur þessi hryssa verið í miklu uppáhaldi hjá mér, svo skemmtilegt að vinna með hana.

Askja fer núna i smá frí og var það ákveðið að við Siggi myndum þjálfa hana Öskju saman í vetur og kemur hún þá til mín seinnipartinn í janúar og hlakka ég mikið til að byrja á henni aftur. Við höfum líka sett okkur markmið en svo er bara að bíða og sjá hvort hún verði tilbúin fyrir það 🙂 Siggi var allaveganna alveg svakalega ánægður með hana og hefur mikla trú á henni sem var voðalega gaman að heyra 🙂

Við kíktum einnig á hana Kötlu sem er hjá Coru og var mikið gaman að kíkja á hana, hún hefur tekið miklum framförum hjá Coru og er bara virkilega góð hjá henni og verður gaman að sjá hvernig þessi sérviskupúki á eftir að þróast 🙂

Desembermánuði var svo bara eytt í próf og svo núna í það að borða og liggja í leti og ekki er slæmt að geta skroppið á bak á góðum gæðing þess á milli 😉

Það verða fleiri fréttir á nýju ári enda verður 2010 alveg frábært ár er ég viss um 😉 allaveganna margt og mikið spennandi að gerast á nýju ári og lofum við að vera duglegri með fréttirnar 🙂

Jólakveðja og Gleðilegt nýtt ár  🙂

Hólmfríður.