Gróska í B flokki á stórmóti Geysis

Gróska og Siggi Sig í forkeppni B flokks

Gróska frá Dalbæ sem við eigum í félagi við Sigga Sig í Þjóðólfshaga tók þátt í forkeppni B flokks gæðinga í gærmorgun á stórmóti Geysis á Gaddstaðaflötum. Við vorum auðvitað á staðnum og festum viðburðinn á filmu, bæði hreyfimynd og kyrrmynd.

Þau náðu inn í úrslit sem verða haldin í fyrramálið (laugardag) og við látum okkur ekki vanta í brekkuna með allar græjur til þess að mynda viðburðinn. Auðvitað vonumst við eftir sem bestum árangri.

Smelltu hér til að sjá myndbandið.

1 Comment
  1. Siggi og Gróska riðu sig upp um tvö sæti og enduðu í fimmta sæti í B-úrslitunum en 12 sæti í heildina. Gróska er svakalega flott og hefur mikla yfirferð eins og kemur til með að sjást á næsta myndbandi þegar hún tók fram úr hinum hestunum hægri vinstri 🙂 Mydbandið kemur um leið og Bjarni hefur lokið heyskap og klippt það svolítið til.

Comments are closed.