Hamar og pensill

Katla og Siggi Sig haustið 2009Á meðan hrossin eru að ganga í gegnum kvefpestina verður að hafast eitthvað við í hesthúsinu.

Við fengum góða heimsókn í síðustu viku og tóku þær til hendinni í hesthúsinu, Ásdís, Gunný og Hólmfríður. Sumt rifið niður, annað sett upp, eitt og annað lagað málað og þrifið. Það verður ekki mikið mál að sótthreinsa hesthúsið þegar pestin verður gengin yfir þar sem það er svo hreint og fínt núna.

Vonandi fer að sjást fyrir endann á veikindunum. Líklega fara einhverjir hestar á stjá í vikunni og síðan koll af kolli.