Góðan dag 🙂 Það var hestastúss hjá okkur um helgina, hestarnir voru reknir inn, hófar klipptir, ormalyf gefið og þetta hefðbundna tékk og svo voru allir hestarnir myndaðir svona uppá gamanið 🙂 Svo að öllu þessu loknu voru þau sett í annað hólf þar sem þau verða þangað til þau koma á hús 🙂 Askja og Katla voru reyndar skildar eftir og svo í gær voru þær keyrðar í tamningu. Katla fór til hennar Coru Claas í áframhaldandi tamningu en hún var orðin vel reiðfær, nú er bara að setja hana inní töltið og forma hana betur og eheemm grenna hana aðeins 😉 heheh Askja fór svo til hans Sigga Sig í frumtamningu og verður gaman að sjá hvernig hún kemur út. En ég var búin að taka hana í fortamningu í sumar og hún hafði sko ekki gleymt neinu 🙂 Ég hlakka mikið til að sjá hvernig hún á eftir að koma út enda eitt skemmtilegasta tryppi sem ég hef unnið með, hún er í miklu uppáhaldi 🙂 Auk þess sem hún er afsakplega fríð og efnileg, með virkilega skemmtilegt skref 🙂 Vonandi standa þessar stelpur sig bara vel þannig að það verði hægt að mæta með þær á kynbótabrautina í vor! 🙂 Nú er bara mánuðir í að Þokki, Dynjandi og Loki (sem er til sölu) komi í bæinn og er ég farin að telja niður dagana heheh 😉 Hinir hestarnir verða úti eitthvað lengur í fríi.