Það er oft einhverjir hestar til sölu hér í Kílhrauni. Fyrirspurnir er hægt að senda á bara@fludaskoli.is eða hringja í Báru 868-6742.
Sem dæmi má nefna 10.vetra brúnan hest sem heitir Loki. Hann er hörku duglegur, gangsamur með mikið og gott tölt, ekta ferðahestur. Loki er hestur sem hentar eingöngu vönum knapa.
Spenna frá Kílhrauni, fædd 2008 undan Ekkju frá Nesi og Straum frá Sauðárkróki. Eins og sést er hún breiðblesótt, en það sem ekki sést á myndinni er að hún er sokkótt á báðum afturfótum auk þess að vera hringeygð. Skrautleg í meira lagi
Rauður frá Kílhrauni fæddur 2007 undan Hnotu og Hvin frá Vorsabæ. Hann er geltur.
Sóm frá Kílhrauni fæddur 2007 undan Ekkju frá Nesi og Segli frá Hátún. Hann er rauðstjörnóttur LITFÖR'OTTUR og ógeltur. Hann er mjög mannelskur og kjarkaður, spennandi foli fyrir þá sem hafa áhuga á litarækt (ekki skemmir að hann hefur mjög flotta fótalyftu)
Sómi er seldur.
hvað kostar loki?
Spenna Straumsdóttir er seld.
Góðan daginn.
Hvaða verð eruð þið með á Spennu Straumsdóttur?