Hestastúss

Nokkuð hefur borið á hestastússi í Kílhrauni síðustu daga.

Lýsa í nóvember 2009

Harpa og Lýsa voru færðar frá stóðinu og yfir á „fæðingardeildina“ síðasta mánudag. Mjög vel gekk að koma stóðinu heim, auðvelt eins manns verk, með hjálp fullorðnu hrossanna, sem vita orðið hvað klukkan slær. Harpa og Lýsa tóku af skarið og drógu allt stóðið inn í gerðið eins og sönnum stóðhryssum sæmir. Lýsa mun svo kasta í júní en Harpa er ekki fylfull þetta árið. Nú þarf að fara að líta í kringum sig eftir stóðhestum fyrir þær.

Í dag var svo ákveðið að taka inn tittina tvo, Tígul og Tind ásamt veturgamla trippinu honum Blæ. Kominn tími til að vinna í þeim aðeins þetta vorið. Í leiðinni voru þeir Roði og Punktur teknir inn, verða fljótlega reiðfærir. Eftir nokkra daga verða síðan fleiri tryppi tekin inn til frumtamningar.Lýsa og Blær, sumarið 2009

Litla manneskjan lét ekki sitt eftir liggja við hrossareksturinn, en svaf reyndar í bílnum á meðan mamma hottaði á hrossin.