Hesthúsið okkar í Kílhrauni hefur tekið miklum breytingum síðustu vikur.
Á meðan hestapestin hefur gengið yfir hjá okkur hefur Hólmfríður ekki setið auðum höndum. Hún hefur verið ansi iðin við að þrífa hesthúsið, sótthreinsa, mála og bera olíu á harðvið. Við höfum aðeins hjálpað til og eins hafa Ásdís og Gunný lagt hönd á plóginn. Nú er hesthúsið skínandi hreint og nýmálað. Kaffistofan hefur tekið stakkaskiptum Leifur einangraði gólfið, lagði gólfefnið, setti upp vask. Ég og Hólmfríður settum saman eldhúsinnréttingu svo nú er allt fínt og flott. Það verður gott að fá sér kaffi og kakó í pásum.
Þegar reiðtygin og hnakkarnir verða komin á sinn stað verður kaffistofan góður staður til þess að hvíla lúin bein. Nettenging gerir hana síðan að nútíma vinnustað.
Velkomin í kaffi í Kílhrauni.
Á þessum myndum má sjá muninn á stíunum áður en þær voru þrifnar og olíubornar.
Þú ert alltaf velkomin Kristín mín 🙂 Bara flott að sjá muninn stíjunum fyrir og eftir þrif og lökkun 😉
Nú kem ég með hnakkinn og fæ mér kaffi í hesthúsinu!
Þessar breytingar eru ótrúlega flottar og gaman verður að komast í hestagírinn aftur með flott hesthús og enn flottari kaffistofu 🙂