Hólmfríður skiptir út.

Núna í byrjun febrúar  var Askja send til Reykjavíkur og kemur í stað Loka í hesthúsinu þar. Hólmfríður ætlar að vinna með hana fram á vorið með hjálp Sigga Sig. og annarra góðra manna og kvenna. Askja er ansi efnileg hryssa og verður spennandi að fylgjast með framförum hennar á þessu ári.

Loki í nóvember 2009

Hólmfríður var búin að vinna í Loka frá því hestarnir voru teknir inn í byrjun desember í fyrra. Hann er nú kominn í frí og hefur verið settur í útigöngu með hinum í stóðinu okkar.

Katla er líka komin í frí. Hún hafði verið í þjálfun hjá Coru Claas á Selfossi og var það álit hennar að Katla þyrfti lengri tíma til þess að sýna hvað í henni býr. Katla verður eitt af sumarverkefnum Hólmfríðar.

Hólmfríður er síðan að sjálfsögðu með gæðingana sína hjá sér þá Dynjanda og Þokka.

0 Comments

Leave Your Reply

Netfang þitt verður ekki birt.


*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.