Hvellhetta skal hún heita!

Já það var nú ekki erfitt að finna nafn á fyrsta folaldið. Hvellhetta ber nafn með rentu, er nánast alltaf á fullri ferð um allt tún með mömmu sína í eftirdragi. Þess á milli leggur hún sig og drekkur duglega. Eins og glögglega má sjá hætti hún snarlega við að vera móálótt og er nú orðin bleikálótt.

hvílt sig eftir góðan sprett Hvellhettabara sætustforvitin

1 Comment
  1. Hæ hó.
    Hún er nú bara bjútí þessi dúlla og greinilega forvitin eins og flest ungviði. Þá er bara að bíða eftir fleirum 🙂
    Kveðja,
    Lilja Ö.

Comments are closed.