Allt gengur sinn vanagang í Kílhrauni. Alltaf verið að skúra og skrúbba, saga og laga gólfin og nú er byrjað að olíubera stíurnar og mála veggina og svo er bara að skella mottunum aftur á gólfin og þá er tæpur helmingurinn af hesthúsinu tilbúinn og þá er bara að fara í hinn helminginn 🙂
Tamningarnar ganga vel, búin að skila af mér 4 hrossum sem voru í fortamningu og svo er hún Askja að útskrifast og fer þá í stóðið þangað til að byrjað verður á henni aftur en þá kemur Katlan bara inn í staðinn, það verður spennandi og gaman að halda áfram með hana enda virkilega efnilegt tryppi 🙂
Pegasus og Dimma eru bæði búin að prófa hnakkinn og ekkert vandamál með það og farið var á Pegasus í fyrsta skipti í dag og gekk það vonum framar og Dimma fer bráðum að stíga það skref.
Við Þokki skelltum okkur á Íslandsmót og gekk það svona hálf brösulega enduðum með 6,03 í fjórgang og 5,70 í tölti eftir að hafa misreiknað tímann og það var ekkert hitað upp… Eeeen það gengur bara betur næst 😉 styttist í gæðingamót Smára þar sem við ætlum að spreyta okkur í okkar fyrstu gæðingakeppni saman. Annars erum við Þokki í einkakennslu hjá henni Coru Claas, nýútskrifuðum reiðkennara fra Hólum, og gengur það vel.
Litli Blær dafnar vel og voða gaman að sjá hann spretta um túnið 🙂 En hann og Lýsa fara svo að fara til hans Þeys (Þeyr) frá Neðra-Seli 3 vetra efnilegur foli undan Stála frá Kjarri og fyrstu verðlauna hryssu. Hann er bleikálóttur vindóttur og Lýsa leirljós blesótt þannig að vonandi fáum við einhvern skemmtilegan lit undan þeim tveim 😉 Svo heimsækir hún Harpa töffarann Mídas frá Kaldbak þegar hún er búin að kasta 🙂
Þangað til næst,
Hólmfríður
Hólmfríður og Þokki í apríl 2009