Landsmót hestamanna 2011 hófst sunnudaginn 26. júní í ágætis veðri.
Hólmfríður og Þokki eru búin að undirbúa sig af kostgæfni og tilbúin í keppni. Undanrásir í B flokki hófust síðan eftir miðjan dag í hífandi roki og skítakulda. Hér hefur hitinn aldrei komist yfir 8 gráður og vindstyrkurinn um 10 m/sek.
Okkur sem stóðum í brekkunni þótti sýning þeirra nokkuð góð, en dómararnir voru ekki á sama máli. Þau náðu ekki inn í milliriðla og hafa lokið keppni.