Nýtt ár

Nýtt ár er gengið í garð og þökkum við öllum fyrir árið sem er liðið. Síðasta ár var viðburðaríkt í hestastússi heimamanna enda fyrsta keppnisári Hófýar og Þokka. Við þræddum helmingi fleiri keppnir en nokkru sinni áður og höfðum mjög gaman af. Nú þegar er keppnisparið hafið undirbúning að komandi átökum og gengur vel.

Stóðið er í túninu með rúllurnar sínar og líður vel. Katla er hjá Coru Claas í áframhaldandi tamningu og undirbúningi fyrir sumarið en Askja fer bráðlega í bæinn til Hófýar þar sem hún ætlar að undirbúa hana í samvinnu við Sigga Sig til sýningar.

Það eru því spennandi tímar framundan og gaman að sjá hvernig gengur með systurnar og alla hina.