Sætar systur.

 

img_1071-small.jpg  Í gær kastaði Hnota fallegri hryssu undan Straumi.

 

 

 

img_1065-small.jpg          img_1068-small.jpg

Í nótt kastaði svo Ekkja þessari stórblesóttri / hjálmóttri hryssu undan Straumi. 

Þá eru öll folöld ársins fædd. Kynjahlutfallið ekki alveg eins og maður óskaði sér, en við erum samt mjög sátt við útkomuna. Undan Helmingi komu þrír hestar, ljósaskjóttur, rauðskjóttur og brúnstjörnóttur sem menn telja vera þrílitann (margir komið og skoðað hann og allir sammála því, nú er bara að sjá hvað gerist þegar hann fer úr folaldahárunum). Undan Straumi fengum við tvo fola, brúnan og rauðstjörnóttann og þrjár hryssur, þessar tvær og eina bleikálótta. Það má því með sanni segja að ekki vanti litadýrðina þetta árið. 

Í ár höldum við fjórum hryssum undir Straum, einni undir Forseta og svo fór Flækja til Hruna í nokkra daga, þar sem hann var hér í hólf tímabundið.  

 

3 Comments
  1. Ég verð nú eiginlega að segja að mér finnst folaldið undan Ekkju og Straumi það flottasta sem ég hef séð í sumar af öllum!!!!!!!

  2. Til lukku með síðustu folöld sumarsins,ekki orð um það blesótta ,en ungviðið er alltaf jafn fallegt.Kv mamma

Comments are closed.