Síðasti reiðtúr ársins

Jæja þá er tímabilið að verða búið hjá okkur í bili, öll tryppin komin út í haga eftir góða sumartamningu, Þokki kallinn kominn í frí eftir frábært tímabil og við Kílhraunsfólkið fórum í síðasta reiðtúr ársins í dag ásamt Hrafnhildi og Björgu bróðurdætrum Lilju og Kollu ömmu í Réttarholti 🙂

Keyrðum við hrossin okkar í fínu nýju kerruni uppí Þjórsárdal þar sem við lögðum af stað upp í ævintýraferð. Ferðin gekk vel, hrossin frábær í nýju umhverfi á góðum moldarvegi, öll förug og kát þrátt fyrir að það sé komið smá haust í þau. Þau hross sem fóru með í ferðina voru Dynjandi, Punktur, Vindur, Roði, Túlkur og Gifta.

Svo var komið að áningarstoppi til að fá sér nesti og njóta góðaveðursins og hrossin voru bara í löngum taumi og ekkert haldið neitt sérstaklega í þau, enda í kafgrasi að éta og allt fullorðin tamin og þægileg hross eeen neei við hefðum betur átt að halda í hrossin okkar því eitthvað kom upp á og hrossin ruku af stað og við sáum á eftir þeim niður á eitthvað tún, inní skóg og svo upp með hæðunum og hverfa þar á bakvið, úff :O en það var ekkert annað að gera en að fara á eftir þeim og reyna að ná blessuðum hrossunum! Þá sé ég (Hólmfríður) allt í einu hvar Dynjandi kemur hlaupandi einn úr skóginum og hafði hann orðið viðskila við hin hrossin, hann hljóp framhjá mér þannig að ég ákvað að hlaupa á eftir honum til að hann myndi nú ekki villast bara uppá fjall eða eitthvað, meðan hinir fara að leita að hinum hrossunum. Ég leita og leita og sé hann hvergi og var nú orðin dáldið stressuð (enda er þessi hestur gullið mitt :)) en svo ákvað ég nú bara að kalla á strákinn minn og neinei hneggjar hann ekki á móti mér þessi elska og ég sé hann ekki og kalla aftur og hann hneggjar til baka þangað til að ég sé hann koma hlaupandi úr skóginum og kom hann beint í fangið á mér!! Alveg eins og í bíómynd, Bara sætastur, enda er ég búin að eiga hann síðan hann var 3vetra og það er sko ekki hægt að segja að þau séu vitlaus þessi dýr!!

Jæja Bjarni og co voru búin að koma augum á hina hestana og rölti ég í áttina að þeim og þá var Bjarni búinn að ná Punkt, Roða og Giftu, úff hvað það var gott að sjá þau! Svo náðist Vindur og svo var Túlkur greyið fastur í rjóðrinu og ofan í mýri :s Lilja náði að fara til hans og losa hann greyið og var hann pínu haltur eftir þetta, en ekkert alvarlegt sem betur fer!

Þannig að ferðin endaði þannig að við riðum hálfa leiðina, hlupu hálfa leiðina á eftir hestunum og svo gengu Lilja og Bjarni á eftir okkur með Punkt og Túlk, því Túlkur stakk við og Punktur hafði týnt beislinu sínu meðan við hin riðum að kerrunum og fórum svo aftur á móti þeim með beisli og annan hest til að ríða á og teym Túlk til baka 🙂

En þar sem öll hrossin fundust og ómeidd (fyrir utan Túlk) þá var þetta nú bara skemmtilegt ævintýri sem á seint eftir að gleymast, bara sport að taka smá kúrekaleik á þetta hehe 🙂 En síðasti reiðtúr var svo sannarlega skemmtilegur á frábærum hrossum og allir komu heim í hlað sáttur og glaðir með daginn en pínu lúnir 😉

Kannski verður tekin smá stuttur túr á morgun sona rétt áður en það verður dregið undan 😉

Og svona til gamans þá komu hundarnir með okkur Pjakkur og Rökkva (bordercollie) og Erró litli chihuahua og hann hljóp sko með allan túrinn og á eftir þegar við náðum hestunum og dróst sko aldrei aftur úr! Ótrúlegur þetta litla dýr, og hver segir svo að tjúar geti ekki hlaupið?! 😀

En svo smá keppnisfréttir! Þá enduðum við Þokki keppnistímabilið okkar frábærlega á suðurlandsmótinu á Hellu síðustu helgi. Fjórgangurinn gekk frábærlega þangað til á yfirferðinni, sem Þokki er svakalega sterkur á, en hann náði sér ekki niður almenninlega eftir stökkið og hoppaði svo mikið uppá fótinn að það klúðrast allt saman eeen við mættum bara tvíefld til leiks næsta dag og ætluðum sko aldeilis að taka á því í töltinu og það gerðum við uppskárum einkunnina 6.27, sem er hæsta einkunn okkar í forkeppni til þessa enda hæga töltið ekki sterkast hlið Þokka en fer bara stigbatnandi og hann á eftir að verða vígalegur á því 😉 Útkoman varð 8-10 sæti og þar með B-úrslit, Frábært! Í b-úrslitunum uppskárum við einkunnina 6.39 og 10.sætið 🙂 áttum ekki alveg okkar bestu sýningu enda komið dáldið haust í kallinn en ég var allaveganna rosalega ánægð með strákinn minn og hann er bara á uppleið! Síðan var dregið undan Þokkanum síðasta sunnudaginn og hann settur niður á tún í kærkomið frí, enda búinn að standa sig frábærlega á sínu fyrsta keppnistímabili, nokkur silfur, og nokkur brons, eitt gull og svo frábærar tölur fyrir svona óreyndan hest 🙂

Eitthvað verður nú örugglega lítið um fréttir á næstunni enda allir hestar að fara í frí og skólarnir teknir við hjá okkur hinum 🙂

Kveð í bili!

Hólmfríður- skelli inn myndum fljótlega 🙂

3 Comments
  1. Hæ Hólmfríður mín.Já það var sko fjör í Þjórsárdalnum hjá okkur í síðasta reitúr þessa árs.Maður lifir örugglega á þessu vel og lengi ég tala nú ekki um þar sem ég var með þjóna á hverju fingri.Þetta var stórkostlega skemmtilegur dagur.Maður hefði nú einhvern tímann brugðið undir sig betri fætinum og stokkið á eftir hestunum með ykkur en því miður ekki hægt.Lilja Bjarni Hrafnhildur Björg og þú Hoffa mín kærar þakkir fyrir þennan frábæra dag vonandi endurtekið með vorinu.Kv.Kolla amma Réttarholti.

  2. Er það ekki nánast fullkomin ferð þegar hægt er að sameina reiðtúr og víðavangshlaup? Svona ævintýri eru bara skemmtileg.

  3. Hæ hó.
    Já þetta var sko heldur betur skemmtileg ferð í dag og mikið ævintýri, bara frábær endir á góðu sumri 🙂

Comments are closed.