Silfur í fjórgangi á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks

Hestarnir eru óðum að braggast og komast í stand og hreyfði ég 7 hross í dag sem er met þetta sumarið 🙂 Rosa gaman.

Ég tók smá séns og ákvað að skrá mig með Þokka á Reykjavíkurmeistarmót Fáks þrátt fyrir að klárinn sé dáldið feitur og bara búinn að vera í léttu trimmi í tvær vikur og gaf Guðmar dýralæknir okkur grænt ljós með áframhaldandi þjálfun þannig að það var bara að demba sér í djúpu laugina og skella sér á fyrsta mót sumarsins 🙂

Við uppskárum vel, áttum mjög góða sýningu í forkeppninni á laugardeginum og fengum 6,40 í einkunn og efsta sætið eftir forkeppnina, ekkert smá gaman og okkar hæsta einkunn í fjórgangi til þessa 🙂

Úrslitin daginn eftir gengu vel en klárinn var aðeins byrjaður að þreytast og náðum við ekki að halda gullinu en fengum silfur í staðinn en bættum okkur þó um nokkrar kommur og fórum í 6,47 🙂 Vorum við að fá mjög flottar tölur fyrir brokk, stökk og yfirferð en þurfum aðeins að fínpússa hæga töltið og fetið.. en það kemur með meiri þjálfun 🙂

Ég var alveg himinlifandi með þennan árangur hjá klárnum og hvað hann stóð sig svakalega vel miðað við litla þjálfun, það segir okkur bara að við höfum verið á réttri leið í vetur áður en veikindin skullu á.

Ætla ég með hann líka á Suðurlandsmótið og verður það okkar síðasta mót í sumar, fínt að hafa þetta bara létt og skemmtilegt eftir öll veikindin 🙂

Annars er lítið að frétta úr Kílhrauni. Harpa okkar er staðfest með fyl við Kalda frá Meðalfelli og er Gróska skráð á gæðingamót Sleipnis þannig að það verður gaman að sjá hverning gengur hjá henni og Sigga 🙂

Vonandi verður bara hægt að halda áfram með hrossin okkar og þessi sem eru veik fara vonandi að hressast. Dró nú samt undan Öskju og hleypti henni út á tún þar sem hún er búin að hósta í 3 og 1/2 mánuð og verður því ekkert úr þjálfun hjá henni þetta sumarið en hún fær bara að jafna sig og svo byrjar þjálfun að nýju hjá henni næsta vetur 🙂

Læt nokkrar myndir frá RVKmótinu fylgja með 🙂

Hægt tölt

Brokk

Stökk

Greitt tölt

Verðlaunaafhending

Kveðja,

Hólmfríður 🙂