Straumur og Hulda

Straumur og Hulda á ferðinni

 

Straumur og Hulda 

Straumur okkar er búinn að vera í háskólanámi hjá þeim Huldu og Hinriki á Árbakka í vetur. Honum hefur farið stórlega fram og er alltaf að bæta sig Smile

Um síðustu helgi keppti Hulda svo á honum í fimmgangi, á íþróttamóti Geysis og er skemmst frá því að segja að þeim gekk þrusu vel og lentu í öðru sæti, ekki amalegt það. Annars er stefnan tekin á Landsmót á Hellu og verður úrtökumót helgina 5.-7.júní.

Síðan gerum við ráð fyrir því að hann taki á móti áhugasömum hryssum hér heima í Kílhrauni eftir Landsmótið en auðvitað er hann alveg til í að sinna einhverjum hryssum á húsi ef áhugi er fyrir því.

1 Comment
  1. Glæsilegt hjá honum, til hamingju!!! Honum gengur bara eins vel á næsta móti 🙂

    Kveðjur,
    Lilja Ö.

Comments are closed.