sumarsæla

Það er alltaf gaman að fylgjast með stóðhesti í góðu hryssuhólfi. Árið 2005 var Straumur hér hjá okkur í hólfi og settum við uppáhalds hryssuna okkar hana Flækju til hans. Þeim varð strax vel til vina og kastaði hún fallegri hryssu á síðasta ári sem fékk nafið Iða. Hér eru myndir á tilhugalífinu og svo þeirri stuttu.

Straumur og Flækja í tilhugalífinu 2005      Það er svo gaman....   Iða á fullri ferð, kraftur í þeirri litlu

Að sjálfsögðu ætlaðist heimilisfólkið til að fá fallegt rauðblesótt afkvæmi frá þessum tveimur, en það varð nú ekki raunin. Iða litla hefur bara smá hvítt í enni, eins og lítinn mána. Annars er Iða mjög efnileg, fer um á svifmiklu brokki en velur töltið ekki síður. Hún er einstaklega faxmikil og mjög mannelsk.