Freyr hefur auga með þér

Folöldin 2015

Folöldin eru farin að koma heim í Kílhraun, ásamt mæðrum sínum, eftir að hafa verið hjá stóðhesum í sumar. Það er alltaf gott að sjá þau í túninu heima.

Halda áfram að lesa ..

Folaldið fætt

Þá er folaldið sem von var á þetta sumarið fætt. Lýsa kastaði leirljósri eða bleikri hryssu þann 12. júní.

Hryssan fékk nafnið Birta, svona ljós á litinn. Hún er undan Þey frá Holtsmúla 1 og Lýsu frá Litlu Sandvík. Það var að sjálfsögðu farið út á tún og teknar myndir af hryssunni sem gerði sér lítið fyrir og stillti sér upp til myndatöku.

Halda áfram að lesa ..

Fæddur er rauður hestur

Í morgun kastaði Lýsa rauðu hestfolaldi. Pabbinn er Straumur svo liturinn kemur ekki á óvart. Hins vegar virðist hann vera alveg einlitur. Við fórum út á tún þegar liðið var fram á kvöld til þess …

Halda áfram að lesa ..

Sætar systur.

    Í gær kastaði Hnota fallegri hryssu undan Straumi.                Í nótt kastaði svo Ekkja þessari stórblesóttri / hjálmóttri hryssu undan Straumi.  Þá eru öll folöld ársins fædd. …

Halda áfram að lesa ..