Systurnar Assa og Gná frá Kílhrauni eru í kynbótadómi þessa dagana. Hans Þór Hilmarsson sýnir þær í dómi og verður yfirlitssýningin á föstudag spennandi fyrir okkur í Kílhrauni.
Continue ReadingBirta frá Kílhrauni
Birta frá Kílhrauni er verðandi reiðhestur Bergs Tjörva. Þau eru jafnaldrar og verður gaman að fylgjast með þeim saman á næstu árum.
Continue ReadingLið Kílhrauns í Uppsveitadeildinni
Kílhraun í Uppsveitadeildinni Lið Kílhrauns í Uppsveitadeildinni er tilbúið til keppni. Liðið hefur verið við stífar æfingar undir dyggri stjórn Manna liðsstjóra. Ásdís og Lilja hafa einnig lagt lóð á vogarskálarnar við undirbúninginn. Uppsveitadeildin hefst …
Continue ReadingStóðið rekið á vetrarbeit
Það húmar að hausti. Hrossin eru rekin heim úr sumarbeitarhólfunum, skoðuð, snyrt og ormahreinsuð áður en þau eru rekin út á vetrarbeitina. Hér má sjá stutt myndband af rekstrinum.
Continue ReadingDimma frá Kílhrauni
Dimma frá Kílhrauni sést hér á myndbandi sem tekið var síðsumars 2014. Knapi er Guðmann Unnsteinsson.
Continue ReadingAskja frá Kílhrauni hefur lagt keppnis skeifurnar á hilluna
Það var skemmtilegur reiðtúr sem farinn var föstudagskvöldið 5. september. Askja fór í sinn síðasta reiðtúr og bar okkur öll á baki sér með mikilli gleði. Nú tekur við nýtt hlutverk hjá Öskju sem ræktunarhryssa.
Continue ReadingAskja keppir á Landsmóti 2014
Askja frá Kílhrauni vann sér inn keppnisrétt í A flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna 2014. Knapinn knái, Guðmann Unnsteinsson, stýrði hryssunni af alkunnri snilld í gegnum úrtökuna svo eftir var tekið.
Continue ReadingFyrsta folald ársins 2014 í Kílhrauni
Fyrsta folald ársins 2014 er fætt í Kílhrauni. Það kom í heiminn þann 16. maí. Foreldrarnir eru Blíða frá Ljótsstöðum og Vökull frá Síðu. Brúnn hestur kom í heiminn að þessu sinni. Hann hefur ekki …
Continue ReadingAskja frá Kílhrauni á Ræktun 2014
Askja frá Kílhrauni og Guðmann Unnsteinsson á sýningunni Ræktun 2014 sem haldin var í Ölfushöllinni 26. apríl.
Continue ReadingUppsveitadeildinni lokið
Uppsveitadeildinni 2014 lauk föstudagskvöldið 25. apríl með keppni í tölti og fljúgandi skeiði. Manni og Askja tóku vel á því.
Continue Reading