Tindur frá Kílhrauni

Tindur frá Kílhrauni

Tindur frá Kílhrauni

Tindur frá Kílhrauni, sjö vetra. Knapi Guðmann Unnsteinsson

Tindur frá Kílhrauni er albróðir Öskju frá Kílhrauni, sem var fyrsta hrossið úr ræktun okkar sem fór í kynbótadóm. Hún hlaut fyrstu verðlaun.

Tindur er fæddur árið 2008. Hann er rauður með stjörnu í enninu. Hann er að mörgu leiti líkur systur sinni, en hefur ekki sömu skapgerð. Á gott með að brokka og feta. Hann er alhliða hestur og er að verða nokkuð góður. Hann fékk streng eftir geldingu sem fór verulega að há honum sumarið 2014. Strengurinn var þá fjarlægður og er Tindur allur að batna eftir það.

Manni í Langholtskoti er með hestinn í þjálfun og er stefnt á að koma honum í keppnisform.

Tindur er til sölu. Nánari upplýsingar fást með því að senda okkur fyrirspurn. Hægt er að gera það með því að smella á þennan hlekk.