Jæja þá er annað mótið í uppsveitadeildinni búið og var keppt í fjórgangi á föstudaginn. Var þetta mjög skemmtilegt mót í alla staði, húsfylli var í reiðhöllinni og myndaðist mikil stemming og keppni á milli liða 😉
Endanleg úrslit réðust ekki fyrr en í bráðabana í A-úrslitunum og var það Aðalheiður Einarsdóttir á Blöndal frá Skagaströnd sem hafði betur í einvíginu við Hermann Þór Karlsson á Prins frá Ytri-Bægisá II.
Okkur Þokka gekk vel og er ég mjög ánægð með hann svona snemma vetrar, mikið búinn að bæta sig síðan í fyrra þó svo að þessi litla höll henti stórgstígum hesti ekkert voðalega vel. En við komum 3 inn í úrslit og svo kom Cora Claas kennari uppúr B-úrslitunum og reið yfir okkur og enduðum við í 4 sæti 😀 Við getum nú ekki verið annað en sátt með það og er ég búin að næla mér í 7 stig til viðbótar í stigakeppninni og erum við Manni þá jöfn í 2-3 sæti en markmiðið er náttúrulega að vera sem efst í deildinni og allaveganna í efstu 7 sætunum því þá er ég með öruggt sæti fyrir næsta tímabil deildarinnar 🙂
Einungis tvo mót eru eftir en 26 mars verður keppt í fimmgangi og er ég búin að fá lánaðann rosalega góðan hest hjá henni Báru vinkonu sem á að geta mætt mjög sterkur til leiks 🙂 Gef ekki meira upp að svo stöddu hehe 😉
ljósmyndari: Sigurður Sigmundsson
Við Þokki í flúðahöllinni 🙂 Ég í alltof stórri peysu sem hann Steini liðstjóri var svo elskulegur að panta handa mér í large 😉
Þangað til næst,
Hólmfríður 🙂
Hahaha aumingja Steini fékk að heyra það vel með peysuna 🙂
Þið voruð bara flott á skemmtilegu móti!!