Uppsveitadeildin – Kílhraun með lið

Nú fer að líða að fyrstu keppnum ársins. Uppsveitardeildin hefst með pompi og prakt næstkomandi föstudagskvöld í Reiðhöllinni að Flúðum. Keppt verður í fjórgangi og mæta sjö lið til keppi.

Eitt þessara liða er lið Kílhrauns. Þar eru valinkunnir knapar og nokkuð vant keppnisfólk. Liðið er þannig skipað. Liðsstjóri er Hjálmar Gunnarsson og er hann einnig varamaður. Keppendur eru Hólmfríður Kristjánsdóttir, Guðmann Unnsteinsson og Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson. Vonandi gengur þeim allt í haginn á fösdudagskvöld.

 

Kílhraun

Nýtt merki Kílhrauns