Uppsveitadeildin og Vetrarmót

Síðastliðinn föstudag var keppt í fimmgangi í uppsveitadeildinni og mætti ég þar með hann Eskil frá Lindarbæ sem Bára vinkona var svo elskuleg að lána mér, gekk vel með hann uppsveit_fimmgangur-57þangað til að það kom að skeiðinu en kallinn lá ekki. En svona er það nú bara stundum og við bæði að þreyta okkar fyrstu fimmgangskeppni þannig að þetta var bara góð reynsla 🙂

Keppnin sjálf var mjög skemmtileg og sigraði hann Guðmann í Langholtskoti (sem ég var að vinna hjá) á honum Prins sínum frá Langholtskoti. Bara flott hjá þeim félögum 🙂

Því miður fékk ég ekkert stig útúr þessari keppni og datt niður í 5.sæti í einstaklingskeppninni en það er bara að  næla sér í fleiri stig næst 😉 Næsta keppni uppsveitadeildarinnar er 23 apríl og er það lokamótið og keppt í tölti og fljúgandi skeiði 🙂

Ég kíkti svo aðeins til hans Sigga Sig með Öskju (4v.) og Þokkann minn líka og hvað hann okkur mörg góð ráð og vill stefna að því að sýna Öskju í vor 🙂 Hann var líka mjög hrifinn af Þokka og þurfum við bara að halda áfram að vinna á þessari braut og hefur hann mikla trú á honum 🙂 Gaman að heyra það og nú er bara að halda áfram að undirbúa sig undir komandi keppnir 🙂 Og skelltum við okkur eftir tímann á vetrarmót Smára og lentum við í 2.sæti þar í 1.flokk fullorðins 🙂 Margir góðir hestar það og mjög gaman þrátt fyrir leiðindarveður 🙂

Kveðja,

Hólmfríður.

1 Comment
  1. Bara fín helgi. Hestar, knapi og fólkið á hliðarlínunni skemmti sér vel og varð margs vísari með framhaldið næstu vikur.
    Nú er að púsla saman skóla og fótaæfingum.

Comments are closed.