Vorboðinn ljúfi

Þegar ég kom frá gegningum í morgun heyrði ég í lóunni. Ég staldraði aðeins við á leiðinni inn og flaug ekki blessunin yfir mér. Hún var reyndar bara ein á ferð en það má þá búast við lóuflokkunum á túnunum næstu vikur.

Hreinsunarstarf hefur átt sér stað í Kílhrauni undanfarna daga og erum við farin að hlakka til vorstarfanna.

0 Comments

Leave Your Reply

Netfang þitt verður ekki birt.


*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.