Það er ekki seinna vænna að koma með myndband frá keppni í fjórgangi í Uppsveitardeildinni sem fram fór þann 4. mars. Þokki og Hólmfríður fóru löngu leiðina í úrslitin með viðkomu í B úrslitum sem þau unnu og enduðu að lokum í 2. sæti í A úrslitum eftir skemmtilega keppni.
Eftir tvær keppnir er Hólmfríður í 6. sæti í einstaklingskeppninni en lið hennar er í 3. sæti. En það eru ekki mörg stig sem skilja á milli efstu sæta svo allt getur gerst.
Næsta keppni í Uppsveitardeildinni er fimmgangur sem fram fer þann 1. apríl.