Gná og Assa í kynbótadómi

Tvær hryssur úr Kílhrauni eru í kynbótadómi þessa dagana. Þær eru systur, sammæðra undan Grósku frá Dalbæ. Gná frá Kílhrauni er 6 vetra, faðir hennar er Álfur frá Selfossi. Assa frá Kílhrauni er 4. vetra, dóttir Sjóðs frá Kirkjubæ.

Gná frá Kílhrauni Gná reið á vaðið í kynbótadómi á mánudagsmorgunn og hlaut 7,94 í lokaeinkunn. Hans Þór Hilmarsson sýndi Gná og verður reynt til þrautar að hækka dóminn í yfirliti á föstudaginn.

Assa frá Kílhrauni Assa fór svo í dóm síðdegis á þriðjudeginum. Hún sló systur sinni við og hlaut 8,07 í lokaeinkunn. Hans var ánægður með hryssuna í sinni fyrstu sýningu. Yfirlitssýningin á föstudaginn verður spennandi fyrir okkur í Kílhrauni.