Í gærkvöldi lauk Uppsveitadeildinni með tölti og fljúgandi skeiði. Lið Kílhrauns, þau Guðjón Hrafn Sigurðarson, Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir og Guðmann Unnsteinsson, stóðu sig öll með miklum ágætum. Guðjón og Ragnhildur eru að stíga sín fyrstu skref í keppni meðal hinna reyndari.
Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að vera liðsstjóri þessa liðs í vetur. Ungmennin hafa vaxið við hverja keppni og munu eflaust halda áfram á þessari braut. Manni hefur miðlað af reynslu sinni til þeirra, og ekki síður til liðstjórans, sem hefur lært ýmislegt nýtt og horfir öðrum augum á keppnishesta eftir þetta keppnistímabil.