Álftin ungar út

Heimkynni álftarinnar

Ærhúsaflóð

Við tókum eftir því í gær að álftin var farin af hreiðrinu sínu í Ærhúsaflóðinu. Við fyrstu sýn virtist sem varpið hafði misfarist en í morgun kom í ljós að sjö ungar hafa litið dagsins ljós.

Það er nokkuð fjörugt fuglalíf á flóðunum í Kílhrauni. Auk álftanna voru hér fyrr í vor stokkendur og fleiri andartegundir. Gott ef Margæs hafði ekki viðdvöl á leið sinni til Grænlands. Í fyrra sást til húsandar. Krían er á sveimi og mófuglarnir syngja glatt í hrauninu. Okkur finnst óvenju mikið bera á Jaðrakan þetta vorið. Af spörfuglum má nefna Maríerluna og Steindepil.