Folinn hennar Lýsu og Straums hefur fengið nafnið Blær enda færði hann okkur sumarblæ með fæðingu sinni 🙂 Hann er nú bara rólegur og ekki mikið að láta mömmu sína hlaupa á eftir sér enda ekkert annað folald að leika sér við. Harpa kastar ekki fyrr en í ágúst byrjun svo einhver bið verður á leikfélaga.