Fyrsta folald ársins 2014 í Kílhrauni

Fyrsta folald ársins 2014 er fætt í Kílhrauni. Það kom í heiminn þann 16. maí. Foreldrarnir eru Blíða frá Ljótsstöðum og Vökull frá Síðu.

Brúnn hestur kom í heiminn að þessu sinni. Hann hefur ekki fengið nafn, en hugsanlega hefur ævintýri fyrsta sólarhringsins áhrif á það. Hann gerði sér nefnilega lítið fyrir og stakk sér í gegnum rafmagnsgirðinguna og þurfti aðstoð til þess að komast til baka. Vonandi lætur hann þetta sér þetta að kenningu verða og kemur ekki nálægt girðingum í framtíðinni.

Fyrsta folaldið 2014

Fyrsta folaldið 2014

 

Veröld ný og góp.

Veröld ný og góð.