Síðasta laugardag (15.ágúst) var gæðingamót Smára haldið á nýju félagssvæði Smára en svæðið hefur verið í mikilli uppbyggingu og er öll aðstaða að verða til fyrirmyndar 🙂 Mótið var vel sótt og margir góðir hestar og heppnaðist mótið mjög vel 🙂
Við Þokki skelltum okkur auðvitað og uppskárum vel! Því miður vorum við ein í ungmennaflokknum og því sjálfgefinn sigur en fengum ágætis einkunn 8,14. Dáldið ósamræmi á dómurunum hjá okkur tvær 8,20 og ein 8,03. En við vorum sátt. Svo reið ég hestinum Agna frá Blesastöðum 1A fyrir Coru í úrslitum í B-flokk og enduðum við í 4.sæti með einkunina 8,14.
Svo var smá opnunarhátíð þar sem þetta var nú fyrsta stóra mótið á nýja vellinum okkar og gaf Katrín frá Langholtsskoti nýjan bikar í minningu Hermanns frá Langholtsskoti og Blæs frá sama bæ, hvatningabikar sem Birna Káradóttir hlaut fyrir góðan árangur á síðasta ári og fórum við Þokki fremst fyrir fánareiðinni með íslenska fánann! Það var rosalega gaman og heppnaðist mjög vel.
Svo kom að töltinu og voru margir góðir hestar skráðir þar til leiks. Við Þokki rétt sluppum 10.undu inní B-úrslit því hæga töltið klikkaði hjá okkur í forkeppninni. Eeen Þokki bætti sig bara eftir því sem hann svitnaði meira og sigruðum við B-úrslitin nokkuð örugglega -6,67 í einkunn og fengum við þar þrjár 7 og eina 7,5. Þetta er hæsta einkunn sem Þokki hefur hlotið og loksins sýndum við hvað við getum!! 😉 Leiðin lá því beint uppí A-úrslit og fékk Þokki 15 mín til þess að anda því við tók enn harðari keppni og nú skildi sko ekkert gefið eftir. Þokki brást ekki og batnaði bara og enduðum við í 2-3 sæti ásamt henni Coru kennaranum okkar 😉 Einkunnin 6,67 og þar fengum meðalannars við tvær 7 og tvær 7,5 og hæstu einkunn fyrir yfirferðartölt (7,5-7,0-7,5) 🙂 Manni sigraði á Árborgu sinni (sem ég á nú alltaf nokkur hár í ;)) með einkunnina 6,78, glæsilegt það!! 🙂 Og voru það Smárafélagar sem voru í efstu þremur sætunum (þetta var opin töltkeppni) 😀
Þetta var frábært mót, þokkalegt veður, góður mórall í hópnum og allir ánægðir með nýja völlinn og fínu reiðhöllina okkar 🙂 Við komum allaveganna heim alveg í sæluvímu með daginn 🙂
Nú fer Þokki í smá frí en svo ætlum við að enda sumarið á Suðurlandsmótinu sem fram fer síðustu helgina í ágúst og eftir það tekur hausfríið við. Dregið verður undan trippunum í þessari viku og sleppt út á tún. Þau eru öll orðin vel reiðfær, skemmtileg og tekið miklum framförum í sumar. Verður gaman að halda svo áfram með þau eftir áramótin.
Við Össur förum að flytja aftur í bæinn því nú tekur skólinn við og sældarlífið í sveitinni á enda í bili 🙂
Myndir koma svo fljótlega. kveðja, Hólmfríður
Öll nánari úrslit af mótinu má sjá á heimasíðu smára www.smari.is