Nú er búið að taka inn hluta af ungviðinu og trippin sem verða frumtamin í vetur. Það eru um það bil 20 hross á húsi núna sem er ágætt til að byrja með. Þegar líður á desember og janúar verða svo einhver reiðhross tekin til brúkunar, okkur til ánægju og yndisauka.
Það gekk alveg vonum framar að ná stóðinu inn. Ekki þurfti að standa fyrir miklum rekstri heldur röltu hinir heimavönu þetta í rólegheitum og ungviðið fylgdi á eftir eins og vera ber. Það er nú svolítið eftirsóknarvert að þurfa ekki að reka stóðið heim í gerði með tilheyrandi látum.
Þá er að einhenda sér í það að spekja folöldin og gera þau mannvön svo það verði nú frá.