Í gær komu lasarusarnir úr Reykjavík til hvíldarvistar í Kílhrauni. Þeir kunnu vel að meta græna grasið sem sprettur nokkuð vel þessa dagana. Þokki og Askja hafa fengið meðhöndlun við berkjubólgu sem kom ofaní kvefið en Dynjandi og Börkur eru með hor í nös. Vonandi braggast þau fljótt og vel.
Að öðru leiti gengur allt sinn vanagang hér. Unghestar bíða aðgerðar frá dýralækni og reiðhestar að fara í brúkun. En undir rólegu yfirborðinu er eitt og annað spennandi í bígerð.
Því miður fyrir Hólmfríði hefur sumarönn hestafræðinnar sem vera átti að Hólum í júní verið frestað til næsta árs, en í staðinn lærir hún plöntugreiningu. En verkefnin skortir ekki í Kílhrauni.