Allt gengur sinn vanagang í Kílhrauni. Alltaf verið að skúra og skrúbba, saga og laga gólfin og nú er byrjað að olíubera stíurnar og mála veggina og svo er bara að skella mottunum aftur á gólfin og þá er tæpur helmingurinn af hesthúsinu tilbúinn og þá er bara að fara í hinn helminginn
Tamningarnar ganga vel, búin að skila af mér 4 hrossum sem voru í fortamningu og svo er hún Askja að útskrifast og fer þá í stóðið þangað til að byrjað verður á henni aftur en þá kemur Katlan bara inn í staðinn, það verður spennandi og gaman að halda áfram með hana enda virkilega efnilegt tryppi
Pegasus og Dimma eru bæði búin að prófa hnakkinn og ekkert vandamál með það og farið var á Pegasus í fyrsta skipti í dag og gekk það vonum framar og Dimma fer bráðum að stíga það skref.
Við Þokki skelltum okkur á Íslandsmót og gekk það svona hálf brösulega enduðum með 6,03 í fjórgang og 5,70 í tölti eftir að hafa misreiknað tímann og það var ekkert hitað upp… Eeeen það gengur bara betur næst styttist í gæðingamót Smára þar sem við ætlum að spreyta okkur í okkar fyrstu gæðingakeppni saman. Annars erum við Þokki í einkakennslu hjá henni Coru Claas, nýútskrifuðum reiðkennara fra Hólum, og gengur það vel.
Litli Blær dafnar vel og voða gaman að sjá hann spretta um túnið En hann og Lýsa fara svo að fara til hans Þeys (Þeyr) frá Neðra-Seli 3 vetra efnilegur foli undan Stála frá Kjarri og fyrstu verðlauna hryssu. Hann er bleikálóttur vindóttur og Lýsa leirljós blesótt þannig að vonandi fáum við einhvern skemmtilegan lit undan þeim tveim
Svo heimsækir hún Harpa töffarann Mídas frá Kaldbak þegar hún er búin að kasta
Þangað til næst,
Hólmfríður
Hólmfríður og Þokki í apríl 2009