Tvær myndir

Skelli inn einn mynd af Þokkanum frá því á Suðurlandsmótinu þar sem hann stóð sig frábærlega 🙂 Þarna er hann á hægu tölti, hann var að verða ansi vígalegur á því 😉

Þokki 2009

Núna er hann bara feitur útí haga ásamt hinum og verður svo tekinn inn í byrjun desember ásamt Dynjanda hingað í bæinn til mín 🙂 Ég er nú strax farin að hlakka til 🙂

Dynjandi

Dynjandi 2009

Ein af Dynnanum líka 😉

Annars er ekkert að frétta úr sveitinni, verið var að klára að setja upp nýja girðingu fyrir vetrarhólfið þannig að það er allt reddý fyrir veturinn. Svo er bara þetta vanalega, tiltekt og svona. Annars eru allt Kílhraunsfólkið á fullu í háskóla námi og hestarnir njóta þess að vera í fríi á meðan 😉

Haustskveðja,

Hólmfríður