Vetrarfrí

Nú er næstum allt stóðið okkar komið saman. Lýsa kom fylfull frá Þey úr Neðra Seli um síðustu helgi. Mjög vel gekk að koma henni og folaldinu Blæ upp á kerru og heim á ný.

Stóðið tók vel á móti þeim mæðginum. Harpa var fljót að fagna vinkonu sinni og Fótur leit eftir Blæ á meðan hinir hestarnir í stóðinu tóku hann í sátt.